Fréttir eftir árum


Fréttir

Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild

23.11.2015

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi en vantar frekari undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði geta frá næstu áramótum skráð sig í hraðferð við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til að undirbúa sig fyrir háskólanám næsta haust.

Námskeiðin miða að því að nemendur uppfylli að námi loknu  inntökuskilyrði í akademískar deildir HR. Væntanlegir nemendur sem hyggja á frumgreinanám við frumgreinadeild HR frá og með næsta hausti geta jafnframt nýtt sér hraðferðarnámskeið og tekið einn áfanga. 

Frumgreinanám hefur verið vinsæll valkostur fólks úr atvinnulífinu sem þarf undirbúning fyrir háskólanám. Lengd frumgreinanáms er að öllu jöfnu eitt ár. Námið byggir á tæplega 50 ára gamalli hefð en deildin var upphaflega stofnuð við Tækniskóla Íslands. 

Nánari upplýsingar um hraðferðarnámskeiðin 

Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild