Fréttir eftir árum


Fréttir

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi

10.5.2021

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi í dag og gildir til 26. maí. Það verða ekki miklar breytingar á starfinu í HR með henni en það er engu að síður jákvætt að smám saman sé unnt að létta á takmörkunum og lífið sé að færast í eðlilegra horf.

Meginbreytingin frá fyrri reglum varðandi háskóla er að nú mega 100 nemendur vera í hverju sóttvarnarhólfi, í stað 50 áður. Það gerir kleift að fjölga les- og vinnurýmum nemenda nokkuð. Í sóttvarnarhólfum starfsmanna mega nú vera 50 manns í stað 20 áður. Blöndun nemendahópa er enn heimil og miðað skal við eins metra fjarlægðartakmarkanir í skólastarfi. Þá eru viðburðir sem ekki tengjast kennslu nú leyfðir í húsinu og skal þá farið eftir almennum reglum um takmörkun á samkomum.