Fréttir eftir árum


Fréttir

Ný stjórn SFHR tekin við

5.5.2020

Arna Rut Arnarsdóttir var nýlega kjörin í embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Ný stjórn tók formlega við á aðalfundi félagsins í dag, 5. maí.

Stjórn SFHR er kosin árlega meðal nemenda háskólans. SFHR ber að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna. Formaður situr fundi framkvæmdarstjórnar HR ásamt því að sitja í stjórn fulltrúaráðs Landssamtaka íslenskra stúdenta. 

Arna Rut segir nýja stjórn stefna á að halda áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar. Hún er á öðru ári í BSc-námi í tölvunarfræði við tölvunarfræðideild og var varaformaður Tvíundar, nemendafélags tölvunarfræðinema í HR á líðandi skólaári. Skólaárið 2018-2019 sat hún í stjórn /sys/tra, hagsmunafélags kvenna í tölvunarfræði í HR.

Sólrún Ásta Björnsdóttir er nýr varaformaður SFHR, Guðlaugur Þór Gunnarsson gjaldkeri, Atli Snær Jóhannsson hagsmunafulltrúi og Iðunn Getz Jóhannsdóttir upplýsingarfulltrúi. Öll hafa þau setið í stjórnum nemendafélaga sinna deilda, auk þess sem Guðlaugur sat í stjórn SFHR sem hagsmunafulltrúi líðandi skólaár.

Hópur nemenda stendur við handrið í SólinniNý stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, frá vinstri: Atli Snær Jóhannsson, Arna Rut Arnarsdóttir, Sólrún Ásta Björnsdóttir, Iðunn Getz Jóhannsdóttir og Guðlaugur Þór Gunnarsson.