Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Nýir formenn í rannsóknar- og námsráði

23.5.2022

Háskólinn í ReykjavíkMarta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild, hefur tekið við formennsku í rannsóknarráði af Bjarna Má Magnússyni sem hætti sem prófessor við lagadeild HR í vetur. 

Hlutverk Rannsóknarráðs HR er að taka þátt í að þróa og viðhalda sterku rannsóknarumhverfi með hvatningu og stuðningi, hönnun ferla og öflun fjármagns.

Þá hefur Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræðideild, tekið við formennsku í námsráði skólans af Ingunni Gunnarsdóttur.

Námsráð HR hefur það hlutverk að fjalla um málefni er tengjast kennslu og námi, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Námsráð mótar kennslustefnu HR og fylgist með framþróun hennar. Námsráð rýnir jafnframt og endurskoðar eftir þörfum reglur háskólans um nám og kennslu. 

Í ráðunum sitja fulltrúar allra deilda en formenn eru skipaðir af rektor.