Fréttir eftir árum


Fréttir

Metnaðarfull fræðsludagskrá fyrir nýja nemendur HR

23.8.2018

Nýnemar við HR hafa undanfarnar tvær vikur fengið margvíslega fræðslu um námið og lífið í HR. Nýnemadagur var haldinn þann 14. ágúst og í kjölfarið gátu nýir nemendur, og þeir sem þegar eru í námi, sótt stutta fyrirlestra sem haldnir voru af kennurum og starfsfólki HR í hádeginu hvern dag.

Nýnemadagur

Á Nýnemadeginum var nemendahópnum skipt í tvennt, lagadeild og viðskiptadeild mættu fyrir hádegi en tækni- og vekrfræðideild og tölvunarfræðideild eftir hádegi. Allur hópurinn gat sameinast í Sólinni um hádegisbil þar sem boðið var upp á veitingar og ráðgjöf frá starfsfólki HR og fyrirtækjum og þjónustuaðilum eins og Strætó. Nemendafélög voru jafnframt með upplýsingabása þar sem hægt var að fræðast um starfsemina og skrá sig í hina ýmsu klúbba á þeirra vegum.


_abh0545Deildarforsetar, náms- og starfsráðgjafar og fulltrúar þjónustusviðs og kennslusviðs voru meðal þeirra sem héldur stutt erindi fyrir nýnema á Nýnemadeginum.

Vel sóttir hádegisfyrirlestrar

Hádegisfyrirlestrar og vinnustofur hafa verið haldnir á hverjum degi síðan en þessir viðburðir hafa verið opnir öllum nemendum.

Meðal fyrirlestra voru:

  • Hvernig lærum við? Nám og færniþróun

  • Tímastjórnun: Hvernig er best að skipuleggja námið

  • Í upphafi forritunar: Góð ráð þegar hefja skal tölvunarfræðinám

  • Námstækni: Hvaða nálgun virkar best?

  • Leitartækni: Fáðu sem mest úr rafræna bókasafninu

  • Lagaflækjur og ritlist: Nokkrar ábendingar um ritun lögfræðilegs texta

  • Skiptinám - starfsnám – sumarskólar: Alþjóðlegt samstarf í HR

  • Vellíðan og nám

Stór hópur starfsfólks kom að skipulagningu dagskrárinnar og hafa nýnemar gert góðan róm að fræðslunni enda hafa viðburðirnir verið afar vel sóttir. Tæplega 1400 nýnemar hófu nám við Háskólann í Reykjavík þetta haustið. Skiptinemar eru 140 talsins.

Sjá myndir frá Nýnemadegi HR á Facebook