Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýjar reglur um skólastarf

15.4.2021

Stjórnvöld hafa sett nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá og með 15. apríl til 5. maí. Ekki verða miklar breytingar á starfinu í HR með þessum breytingum og fyrirkomulag yfirstandandi prófa breytist ekki frá því sem áður var ákveðið og tilkynnt.

Meginbreytingin frá fyrri reglum er að miðað verður við eins metra fjarlægðartakmarkanir í stað tveggja, blöndun nemendahópa verður heimil og í sóttvarnarhólfum starfsmanna mega vera 20 manns í stað 10 áður. Breytingarnar leiða einnig til þess að les- og vinnurýmum nemenda fjölgar nokkuð. Áfram mega 50 nemendur vera saman í hverju rými.