Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýnemadagar 2022

Nýnemadagar dagana 10.-12. ágúst

9.8.2022

Nýnemadagar fara fram dagana 10.-12. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Þá verða nýnemar í grunnnámi við HR boðnir velkomnir með fjölbreyttri dagskrá. Fá nemendur að kynnast húsakynnum, hitta kennara og samnemendur, starfsfólk deilda og annað starfsfólk HR. Þá verða ýmis erindi og kynningar á sérstakri fræðsludagskrá og nemendum býðst sömuleiðis að kynna sér fjölbreytta stoðþjónustu, svo sem bókasafnið, námsráðgjöfina og alþjóðasviðið.

DSCF4710

Mæting er frjáls á alla viðburðina, en við hvetjum nýnema til að mæta á sem flesta þeirra og hita upp fyrir komandi önn. Þess má geta að nýnemum býðst að hoppa frítt með Hopp á Nýnemadaga á fimmtu- og föstudegi.

Smelltu hér til að skoða dagskrá Nýnemadaga HR!