Fréttir
Nýnemar boðnir velkomnir í HR
Í dag var fyrsti skóladagurinn fyrir nýnema við Háskólann í Reykjavík. Glæsilegur hópur ungmenna mætti á nýnemadaginn til að hitta kennara sína og samnemendur, þiggja léttar veitingar og fá kynningu á aðstöðunni og þjónustunni í HR, félagslífinu og ýmsu því sem skiptir máli varðandi það að hefja nám í háskóla.
Í næstu viku verður svo boðið upp á stutta hádegisfyrirlestra í HR, sérstaklega ætlaða nýnemum, um tímastjórnun, rafrænt bókasafn og möguleika á starfs- og skiptinámi erlendis.
Um 1450 nýnemar hefja nám við Háskólann í Reykjavík þetta haustið, auk um 140 skiptinema. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í HR.