Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýnemar kynnast lífinu í HR

12.1.2015

Nýir nemendur HR voru boðnir velkomnir á nýnemadegi síðastliðinn föstudag. Sérstök dagskrá var í boði fyrir nema í grunnnámi, meistara- og doktorsnámi og frumgreinanámi sem hefja nám á vorönn.

Að morgni nýnemadags var boðið upp á morgunverð í Sólinni en að honum loknum tók við fræðsludagskrá í stofu M101.

Nýnemadagur í HRAri Kristinn Jónsson, rektor, bauð nemendur velkomna, ráðgjafi náms- og starfsráðgjafar fjallaði um lykilatriði til árangurs í háskólanámi og fulltrúi þjónustudeildar sagði frá því helsta sem viðkemur þjónustu við nemendur.

Nýnemar fengu fræðslu um siðareglur HR og um aðgang að heimildum hjá bókasafni HR. Þá voru nýir HR-ingar fræddir um tölvukerfið, skiptinám og Stúdentafélag HR.

Því næst fengu nemendur kynningu á sinni deild og fóru í kynnisferð um háskólabygginguna.

Við bjóðum nýja nemendur velkomna í hópinn!