Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýnemar við HR boðnir velkomnir

18.8.2015

Síðastliðinn föstudag, 14. ágúst, voru nýir nemendur boðnir velkomnir við skólasetningu Háskólans í Reykjavík. 

Nýnemadagur 2015

Náms- og starfsráðgjafar HR voru með „talstöð" í Sólinni.

Alls hefja 1250 nemendur nám við háskólann í haust í grunn- og meistaranámi. Af þeim eru yfir 300 í meistaranámi en það er metfjöldi nýnema á framhaldsstigi. Þetta er í samræmi við markmið háskólans um aukna áherslu á uppbyggingu fjölbreytts framhaldsnáms í öflugu samstarfi við atvinnulífið. 

Má sérstaklega nefna að aldrei hafa fleiri nemendur stundað meistaranám við Íslenska orkuháskólann við HR en 50 nemendur stunda nú þar nám í sjálfbærum orkuvísindum og orkuverkfræði í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og Íslenskar orkurannsóknir. Langflestir þessara nemenda koma erlendis frá.

Frá árinu 2010 hefur nemendum við HR fjölgað um 500.

Nýnemadagur í HRSjá fleiri myndir frá Nýnemadegi á facebook-síðu HR