Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýr langtímasamningur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis við Háskólann í Reykjavík

22.9.2022

Tvær konur standa við borð og skrifa undir samningHáskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, hafa undirritað nýjan þjónustusamning til næstu fimm ára (2023-2027) um kennslu og rannsóknir við skólann. Með þessum nýja langtímasamningi við HR styður ráðuneytið við stöðugleika og fyrirsjáanleika í starfsemi háskólans og eykur möguleika hans til langtímafjármögnunar og verkefna til lengri tíma.

„Háskólinn í Reykjavík gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og þetta er því mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Áslaug Arna. „Það skiptir miklu máli fyrir starfsemi háskólans að kominn sé á samningur til lengri tíma.“

„Við í Háskólanum í Reykjavík höfum átt mjög gott samstarf við ráðherra, meðal annars í þessu verkefni, og við þökkum fyrir það traust sem okkur er sýnt með samningnum,“ segir Ragnhildur. Samningurinn skýtur styrkari stoðum undir starfsemi háskólans og farsæld hans, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu.

Markmið þjónustusamningsins er að tryggja áframhaldandi velgengni á ofangreindum sviðum. Hann byggir að meginefni til á eldri samningi með gildistíma 2012-2016 ráðuneytisins við skólann, sem hefur verið endurnýjaður árlega frá árinu 2017.

///

Fjórar konur og fjórir karlar standa í steyptum tröppum og horfa í myndavélina.

Minister of Higher Education, Science, and Innovation, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, and the President of Reykjavík University, Ragnhildur Helgadóttir, have signed a new service agreement valid for the next five years (2023-2027). The agreement concerns both teaching and research at school. With this new long-term contract with RU, the ministry supports stability and predictability in the university's activities and increases its possibilities for long-term financing and long-term projects.

"Reykjavik University plays an important role in society, and this is, therefore, a very happy milestone," says Áslaug Arna. "It is essential for the university to reach a long-term contract."

Deildarforsetar HR, starfsfólk ráðuneytis, ráðherra og rektor.

"We at Reykjavik University have had an excellent cooperation with the minister, among other things, in this project, and we are thankful for the trust shown to us with the agreement," says Ragnhildur. "The agreement supports the university's activities and its success in research and teaching."

The service agreement aims to ensure continued success in the above areas. It is based mainly on an older contract with the validity period of 2012-2016 between the Ministry and the university, which has been renewed annually since 2017.