Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýr rekstraraðili í Bragganum

1.10.2019

NH100 ehf. hefur tekið við veitingarekstri í Bragganum, en fyrri rekstraraðili, Víkin veitingar ehf., sagði upp samningi um rekstur Braggans í vor. Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur.

Frumkvöðlasetur HR

NH100 ehf. er í eigu sömu aðila og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum, en HR hefur átt í farsælu samstarfi við þau undanfarin ár. Reiknað er með að Bragginn opni að nýju eftir rúma viku.

Stærstur hluti húsnæðisins sem HR leigir af borginni er í fullri notkun undir frumkvöðlasetur nemenda í HR, Seres. Fyrr í haust fengu fyrstu hópar nemenda úthlutað plássi í Seres til að vinna að nýsköpunarhugmyndum sínum og mun HR ljúka endurbótum á fundaaðstöðu setursins á næstunni.