Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

1.6.2015

Nemendur í grunnnámi í lagadeild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild sitja á fyrsta ári námskeiðið, sem tekur þrjár vikur, og verða að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun, Nemendum í tölvunarfræðideild býðst einnig að sækja námskeiðið í vali. Nemendur HR kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins.

Námskeiðið veitir nemendum þekkingu sem nýtist þegar út í atvinnulífið er komið og hæfni sem er til þess fallin að skapa störf í samfélaginu um leið og stofnað er til rekstrar. Þeir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum. Einnig gera teymin frumeintak af nýju vörunni til að fá enn meiri reynslu af því að gera hugmynd að veruleika. Nemendur þurfa ennfremur að sýna fram á að hugmyndin skili hagnaði.

Hvalsápa og ný gerð af neyðarblysi eru meðal frábærra nýsköpunarverkefna fyrsta árs nemenda í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja hjá HR þetta árið. Hér er fylgst með tveimur nemendahópum hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd á aðeins þremur vikum. Alls unnu nemendur að yfir 60 hugmyndum í námskeiðinu.