Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt

HR verkefni meðal öndvegisverkefna í ár

1.2.2022

 

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2021.

Loft-Solinni-HR_1643708157147Árlega eru tilnefnd sex öndvegisverkefni sem eiga það sameiginlegt að vera vel unnin og frumleg en eru afar ólík innbyrðis og sýna vel þá fjölbreytni sem einkennir verkefni sem sjóðurinn veitir styrki til. Af þeim sex öndvegisverkefnum sem tilnefnd eru í ár eru tvö verkefni í tengslum við HR. 

Annað verkefnið vann Bjarklind Björk Gunnarsdóttir í sálfræðinámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið snýr að því að gera kennsluefni á sviði kynja- og hinseginfræða aðgengilegri á öllum skólastigum. Leiðbeinendur voru þær Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Hitt verkefnið snýr að ljósvörpu, nýju veiðarfæri sem svífur rétt yfir hafsbotninum og smalar fengnum í netpokann með ljósum. Með þessari aðferð helst hafsbotninn ósnertur og minna viðnám við botn leiðir til minni eyðslu eldsneytis og því minni losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið var unnið af nemendum í sumarvinnu undir leiðsögn Torfa Þórhallssonar, lektors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna undir leiðsögn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 10. febrúar.