Fréttir eftir árum


Fréttir

Nýtt diplómanám í styrk- og þrekþjálfun við HR styður við faglegt umhverfi

Meðal kennara er Rick Howard sem hefur starfað í faginu síðastliðinn aldarfjórðung og hefur nýlokið í því doktorsprófi

27.5.2022

Nýtt diplómanám í styrk- og þrekþjálfun hefst við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík haustið 2022. Meðal kennara er Rick Howard sem hefur starfað við slíka þjálfun síðastliðinn aldarfjórðung og er við það að ljúka doktorsprófi í faginu.

Námið styður sérstaklega vel við faglegt umhverfi slíkrar þjálfunar á Íslandi. Mér finnst aðdáunarvert það alþjóðlega samstarf sem þegar fer fram við íþróttafræðideild HR, meðal annars varðandi rannsóknir. Staða mín við deildina veitir mér tækifæri til að miðla af mínum viskubrunni auk þess að styðja við erlent samstarf af ýmsu tagi.

Rick-Howard-2

Hann kveður starfið hafa veitt honum mörg spennandi tækifæri á ferlinum en hann leggur í starfi sínu áherslu á aukna færni íþróttamanna til langtíma. Einnig keppir hann sjálfur í aflraunum og leitar sífellt að nýjum tækifærum til að miðla kunnáttu sinni og reynslu auk þess að læra af öðrum.

„Styrk- og þrekþjálfun hefur þegar náð miklum vexti á Íslandi og með þessu námi verður til samfélag þjálfara í hæsta gæðaflokki. Fagfólk á þessu sviði þarf að kunna að miðla þekkingu sinni á skilvirkan hátt og hafa ástríðu fyrir því að hjálpa hverjum íþróttamanni til að ná hámarks árangri. Til að ná þessu fram meðal nemenda vinn ég út frá persónulegum áhuga hvers og eins á starfinu og styð við þann áhuga í gegnum bóklegt og verklegt nám," bætir Rick við.

Rick segir aðal takmarkið með styrk- og þrekþjálfun vera að hjálpa fólki á öllum aldri til að lifa heilbrigðu lífi, hvort sem það er í daglegu lífi eða í keppnisíþróttum. Rannsóknir hafa sýnt að slík þjálfun er ekki eingöngu mikilvægur þáttur í frammistöðu íþróttafólks heldur eykur hún einnig lífslíkur og lífsgæði almennings.

Þetta er í fyrsta skipti sem nám af þessu tagi er kennt hérlendis á háskólastigi. Að því loknu geta nemendur haldið áfram og lokið námi í íþróttafræði með BSc-gráðu.

Umsóknarfrestur í diplómanám í styrk- og þrekþjálfun við íþróttafræðideild HR er til 5. júní.

Nánar um námið