Fréttir eftir árum


Fréttir

Opið hús í Háskólanum í Reykjavík 17. maí

Námið, námsaðstaða og lífið í HR kynnt fyrir gestum

16.5.2022

HR býður útskriftarnemum framhaldsskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús, þriðjudaginn 17. maí kl. 15 til 18. Opið er fyrir umsóknir í grunnnám í HR til og með 5. júní.

„Val á háskólanámi er mikilvæg og spennandi ákvörðun þar sem margt spilar saman. Við viljum gera allt sem hægt er til að aðstoða við valið. Við hlökkum því til að taka á móti gestum, kynna námið í HR og svara spurningum,“ segir Ragnhildur Helgadóttir rektor.

Allar sjö akademískar deildir háskólans: verkfræðideild, tölvunarfræðideild, iðn- og tæknifræðideild, íþróttafræðideild, sálfræðideild, lagadeild og viðskiptadeild, kynna nám sitt á básum sem dreifðir verða um húsnæði háskólans.

Haskoladagurinn-2020_00A0156-copy

Hægt verður að skoða námsaðstöðu og aðstöðu fyrir verklegt nám, spjalla um námið og lífið í HR við nemendur og kennara og náms- og starfsráðgjafar háskólans aðstoða við val á námi og umsóknarferlið. Þá kynnir Háskólagrunnur HR undirbúningsnám fyrir háskóla og viðbótarnám við stúdentspróf og Opni háskólinn hótelstjórnunarnám og námsráðgjöf, bókasafn og alþjóðaskrifstofa kynna þjónustu sína.