Fréttir eftir árum


Fréttir

Opnunartímar HR yfir hátíðarnar

17.12.2020

Skólabygging HR í vetrarbúningi

Að venju verður húsnæði HR lokað um jólin og áramótin eins og hér segir:

  • Frá kl. 16:00 á Þorláksmessu, 23.desember, til kl. 10:00 sunnudaginn 27. desember.
  • Frá kl. 16:00, 30. desember, til kl. 10:00, laugardaginn 2. janúar

Annars verður húsnæði HR opið frá kl. 8-22 frá 19. desember til og með 3. janúar. Frá kl. 17 þarf að nota kort og pin númer.

UT og þjónustuborð

UT afgreiðslan og þjónustuborðið verða opin 9-15 virka daga og beiðnum sem sendar eru á help@ru.is og thd@ru.is verður sinnt.

Skrifstofur deilda

Skrifstofur deilda verða lokaðar frá 21. desember til 4. janúar en áríðandi beiðnum í tölvupósti verður sinnt.

Bókasafnið

Bókasafnið verður opið með korti á opnunartíma HR en þjónustuborð verður lokað frá 21. desember til 4. janúar. Fyrirspurnir vegna mikilvægrar bókasafnsþjónustu má senda á bokasafn@ru.is.

Námsráðgjöf og sálfræðiþjónusta

Námsráðgjöf og sálfræðiþjónusta verður lokuð 21. desember til 4. janúar, en bókunarsíðan er opin fyrir skráningar á næstu önn. Ef erindið er brýnt er velkomið að senda tölvupóst á namsradgjof@ru.is.

Kennslusvið/Nemendaskrá

Skráning í/úr námskeiðum, skráning í/úr prófum, erindi sendist til nemendaskrár, nemendaskra@ru.is.