Fréttir eftir árum


Fréttir

Ótal tækifæri sem leynast í alþjóðlegu samstarfi

8.8.2022

Dökkhærð kona horfir í myndavél.CDIO samtökin eru alþjóðlegt samstarfsnet háskóla sem kenna tæknigreinar. Iðn- og tæknifræðideild og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eru þátttakendur í þessu alþjóðlega samstarfsneti, CDIO sem stendur fyrir „Conceive, Design, Implement and Operate“.

Samtökin hafa gegnt mikilvægu hlutverki í að stuðla að góðum kennslu- og námsvenjum síðan þau voru stofnuð um síðustu aldamót. Dr. Helene Leong, forstöðumaður menntaþróunardeildar Polytechnic háskóla í Singapúr er meðal stjórnenda í CDIO ráðinu og var hún ein fjölmargra þátttakenda árlegrar CDIO ráðstefnu sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í júní.

Þetta var vel heppnuð CDIO ráðstefna! Þar var gott úrval af fjölbreyttum fyrirlestrum og vinnustofum. Stemningin á ráðstefnunni var kraftmikil og fjörug. Eftir tvö ár af fundum og ráðstefnum sem fóru aðeins fram á netinu var hressandi að hittast í raunheimum til að deila hugmyndum og kennsluaðferðum

Helene segir að það sé mikið og gott starf í gangi hjá skólum sem taka þátt í CDIO samstarfinu við að kanna og gera tilraunir með nýstárlegar leiðir til kennslu og náms. „Það eru mörg tækifæri til að læra og vinna saman. Kennslan hefur breyst eftir Covid-19 með aukinni innleiðingu tækni en ástríðan fyrir því að vilja dýpka sérfræðiþekkingu okkar og efla starfshætti okkar til að hlúa að nemendum sem munu leggja sitt af mörkum til samfélagsins á ábyrgan og virkan hátt hefur ekkert breyst.“

Hún bætir við að CDIO aðferðafræðin þróist með breytingum í kennslu og áherslum samfélagsins. „Til dæmis er nú meiri áhersla lögð á sjálfbærni, stafræna þróun og frumkvöðlastarf.“

Fjöldi fólks situr í fyrirlestrasal og hlustar.

Í CDIO-aðferðafræðinni er lögð áhersla á samráð háskóla og atvinnulífs og fagfélaga. Mótun námsbrauta í anda CDIO á að tryggja að nemendur fái lausnamiðaða tæknilega færni sem vinnuveitendur sækjast eftir, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum.

Nánar má lesa um CDIO hér.