Fréttir eftir árum


Fréttir

Paolo Gargiulo verður prófessor við verkfræðideild HR

22.4.2020

Dr. Paolo Gargiulo hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Paolo hefur verið afar virkur fræðimaður undanfarin ár á sviði heilbrigðisverkfræði; meðal annars við að notkun þrívíddarlíkana í klínískum aðgerðum. Framlag hans til nýrrar tækni í aðgerðum við Landspítalann hefur vakið athygli víða um heim.

Paolo hefur átt ríkan þátt í að þróa meistaranám í heilbrigðisverkfræði við HR sem er það eina sinnar tegundar hér á landi. Hann hefur sinnt kennslu meðfram fræðastörfum og hafa meistaranemar undir hans leiðsögn hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði heilbrigðisverkfræði. Hann hefur leiðbeint fjölda doktorsnema og yfir 30 meistaranemum.

Paolo er forstöðumaður rannsóknarsetra á sviði heilbrigðistækni innan HR sem eru samstarfsvettvangur innlendra og erlenda rannsakenda í heilbrigðisverkfræði. Hann hefur birt fleiri en 50 ritrýndar fræðigreinar og sjö bókakafla.

Þrívíddarprentun af hjarta bjargaði lífi mannsins - umfjöllun og myndband

Paolo Gargiulo heldur á þrívíddarprentuðu hjarta