Forsíðufréttir
PRME skýrsla viðskiptadeildar komin út
Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Deildin hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti.
Önnur skýrslan um framgang PRME verkefnisins innan viðskiptadeildar er komin út. Í skýrslunni er talað um hvernig viðskiptadeildin hefur unnið að framgangi PRME markmiðanna og hvaða markmið deildin hefur sett sér í ábyrgri stjórnunarmenntun fyrir komandi ár.