Fréttir eftir árum


Fréttir

Prófessor í íþróttafræði segir 50% líkur á að annað hvort Danir eða Svíar verði heimsmeistarar í handbolta

11.1.2023

Eins og víða annars staðar ríkir mikil spenna í Háskólanum í Reykjavík fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í dag. Samkvæmt niðurstöðum vísindamanna skólans eru þó líkurnar á því á að íslenska liðið lyfti bikarnum í lok móts því miður hverfandi, eða aðeins um 0,4 prósent. Það er að segja ef niðurstöður útreikninga dr. Peter O‘Donoghue, prófessors við íþróttafræðideild háskólans ganga eftir.

Maður stendur við stigahandrið og horfir brosandi í myndavélina, á ganginum í Háskólanum í Reykjavík.

Peter sem er þekktur víða fyrir vinnu sína, rannsóknir og kennslu á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) lagði mikla vinnu í að greina möguleg úrslit á heimsmeistaramótinu – þó aðeins til gamans.

Módel Peters byggir á frammistöðu liða síðastliðinna tveggja ára og tekið er tillit til styrkleikamunar milli heimsálfa. Út frá þeim forsendum var sett af stað hermun sem tekur tillit til mótafyrirkomulags HM. Tölva var látin spila mótið 100.000 sinnum og út frá því var hægt að sjá líkur á í hvaða sæti hver þjóð lendir.

Peter segir mótið vera galopið þó líklegast sé að núverandi heimsmeistarar Dana haldi titlinum en samkvæmt líkaninu eru 29 prósent líkur á að þeir hampi bikarnum eftirsótta. Á hæla þeirra koma nágrannarnir í Svíþjóð með 21% líkur á sigri þannig að um helmingslíkur eru á að einhver önnur þjóð en þessar tvær standi uppi sem sigurvegari mótsins.

Hvað Ísland varðar eru, eins og áður segir, ekki miklar líkur á að við verðum heimsmeistarar eða aðeins 0,4 prósent. Íslenska liðið hefur, samkvæmt líkaninu, um tuttugu prósent líkur á að komast í átta liða úrslit, sex prósent líkur á að ná inn í undanúrslit og 1,7 prósent líkur á að keppa til úrslita. Hins vegar eru tvö prósent líkur á að Ísland endi í fjórða sæti síns riðils og keppi þar með um 25. - 32. sæti.

Það ber að hafa í huga að þetta er einungis til skemmtunar og byggt á líkum sem reiknaðar eru eftir fyrirfram gefnum forsendum – allt getur gerst í handbolta og við öll í HR stöndum þétt við bakið á okkur mönnum og segjum „Áfram ÍSLAND!“

Súlurit sem sýnir möguleika Íslands á sætum á handboltamóti.

Skjal með tölum, löndum og sætum//

According to the calculation of Dr. Peter O'Donoghue, professor at the Reykjavík University‘s Department of Sports Science, calculation the men's Handball World Championship is wide open! That's the conclusion of a predictive modelling exercise conducted by the Sports Science Department. 

As for Iceland's chances, they do have a chance of winning the tournament, but it is a slim chance. Iceland won 0.4% of the simulated tournaments. The team have a 1.7% chance of being in the final, a 6% chance of being in a semi-final, and a 20% chance of making a quarter-final.