Fréttir eftir árum


Fréttir

Ráðstefna um kísilhreinsun og sólarorkuvæðingu

29.9.2014

Kísill gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu á endurnýjanlegri orku á heimsvísu. Framleiðsla á hreinkísli til notkunar í sólarhlöð hefur margfaldast á undanförnum árum og búist er við að þessi þróun haldi áfram næstu áratugina. Á íslandi eru miklir möguleikar til að taka þátt í þessarri þróun og allt stefnir í mikla uppbyggingu á kísiliðnaði hérlendis.

Ráðstefna um kísil og sólarorku

Síðustu misseri hefur mikið verið rætt um þróunina og var ráðstefnan innlegg til að efla upplýsta umræðu og til að varpa ljósi á hversu fjölbreytt verkefni er um að ræða.

Fjallað var um hrákísilframleiðslu en megináhersla var á hreinkísil framleiðslu, og þá sérstaklega ferli Silicor sem áformar uppbyggingu hér á landi.

Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru Halldór G. Svavarsson, dósent við tækni- og verkfræðideild HR, Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar HR, Alain Turenne, tæknilegur framkvæmdastjóri Silicor Materials Inc., Clemens Hofbauer, rekstrarstjóri Silicor Materials Inc., Lars Arnberg, prófessor við NTNU,  Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnastjóri hjá Umhverfisstofnun og Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Iceland School of Energy.

Ráðstefna um kísil og sólarorkuÍ pallborðsumræðum tóku þátt Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, Teresa Jester, CEO hjá Silicor Materials, Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR og  Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en hann var jafnframt fundarstjóri.
Þann 2. október næstkomandi eru 50 ár liðin frá því að Tækniskóli Íslands, síðar Tækniháskóli Íslands, var settur í fyrsta sinn en hann var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hluti af hátíðarhöldunum er opin fyrirlestraröð í HR þar sem fræðimenn fjalla um rannsóknir á kjarnasviðum háskólans: tækni, viðskiptum og lögum.