Fréttir eftir árum


Fréttir

Rafstöð á Grænlandi, tölvuleikir og skyndihjálparnámskeið

18.12.2019

Nýafstaðinni önn lauk á þriggja vikna námskeiðum eins og venjulega en við HR eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Í þriggja vikna námskeiðunum er námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.

Í viðskiptafræði, sálfræði og lögfræði voru haldin námskeið á viðkomandi fræðasviðum. Nemendur í íþróttafræði héldu skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn HR og tölvunarfræðinemar hönnuðu nýja tölvuleiki og leystu verkefni tengd tölvuöryggi. Hérna er greint frá örfáum þeirra námskeiða sem nemendur sóttu í lok annarinnar.

Thriggja-vikna-ithrottafraediStarfsmenn gátu fengið fræðslu um skyndihjálp hjá nemendum í BSc-námi í íþróttafræði.

Tæknifræðinemar hönnuðu rafstöð og hús á Grænlandi

Nemendum á fyrsta ári í tæknifræði (bygginga-, véla og orku- og rafmagnstæknifræði) var hent út í djúpu laugina í kúrsinum Inngangur að tæknifræði – tölvustudd hönnun, þar sem þeir áttu að læra að teikna í forritunum Revid og Inventor. Fyrst lærðu þeir almennt á forritin áður en þeir snéru sér að sínum sérsviðum og leystu verkefnið sem fyrir þá var lagt.

Thriggja-vikna-namskeid-taeknifraediNemendur í tæknifræði fengu flókið verkefni í hendurnar í tölvustuddri hönnun og þurftu að leysa ótal vandamál sem svo komu upp í kjölfarið.

Verkefnið í ár var að hanna nýja rafstöð fyrir Zackenberg rannsóknastöðina á Norðvestur-Grænlandi, um 20 km austur af dönsku herstöðinni Daneborg. Framleiðsla rafmagns átti að fara fram á á vistvænan hátt og þeir áttu að nýta sólarorku og vindorku yfir sumartímann. 

Byggingartæknifræðinemar hönnuðu og teiknuðu húsið, rafmagnstæknifræðinemar reiknuðu út orkuþörf og sáu um rafmagnsteikningar og véla- og orkutæknifræðinemar teiknuðu upp rafal og komu honum fyrir inni í húsinu.

Andri Snær hvatti verkfræðinga framtíðarinnar til dáða

Stærsti áfanginn var Inngangur að verkfræði en hann er skyldufag fyrir alla nemendur í BSc-námi í verkfræði. Þar voru umhverfismálin í brennidepli en nemendur áttu að leysa ýmis verkefni á umhverfisvænan hátt.

Thriggja-vikna-Andri-Snaer

Nemendur hófu námskeiðið með hvatningu frá rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni og röðuðu sér svo í vinnuhópa um alla Sólina og unnu sínar lausnir.

Bjarni Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, sá um áfangann Space Systems Design en þetta er í annað sinn sem hann kennir þennan áfanga. 

Kynntu og vörðu verkefni í byggingafræðiThriggja-vikna-byggingafraedi

Í BSc-námi í byggingafræði var uppskeruhátíð þegar nemendur á breytinga- og endurbótaönn kynntu og vörðu verkefni sitt fyrir kennurum.

Í náminu eru reyndar öll námskeið verkefnamiðuð en skipulag námsins er sniðið eftir því sem kallað er Project Based Learning. Efnisþættir í náminu eru meðal annars arkitektúr, byggingartækni, efnisfræði helstu byggingaefna, grunnatriði í burðarvirkjahönnun, lagnahönnun, tölvustudd hönnun, stjórnun og rekstur, samskipti, skipulag og áætlanagerð, hljóðfræði, vistvæni og sjálfbærni.

Nemendur í jólafrí

Nú tekur við langþráð jólafrí hjá nemendum en kennsla hefst á nýjan leik á nýju ári. Mikilvægustu dagsetningar skólaársins má sjá í almanaki HR.