Fréttir eftir árum


Fréttir

Ragna er ný forstöðukona bókasafns HR

27.5.2022

Ragna Björk Kristjánsdóttir var á dögunum ráðin forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík en hún hefur gengt starfinu frá því í febrúar á þessu ári. Hún er með BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og MSc í Information Science frá University College London.

Kona stendur við vegg á hvítmáluðum gangi, skilti í bakgrunni með orðinu bókasafn.Ragna hefur starfað á bókasafninu síðan 2011 þar sem hún hefur m.a. aðstoðað og frætt nemendur, kennt upplýsingalæsi og verið helsti sérfræðingur bókasafnsins í APA og IEEE heimildastöðlum og Zotero heimildaforritsins. Auk þess innleiddi hún, hannaði og setti upp nýjan vef bókasafnsins í nýju vefumsjónarkerfi árið 2020 ásamt því að sjá um rafrænar tengingar við gagnasöfn, vefi og samfélagsmiðla safnsins.

Áður en Ragna kom til HR vann hún hjá Biskupsstofu í sjö ár, bæði á bóka- og skjalasafni og upplýsingatæknisviði stofunnar.

Ragna fékk þjónustuverðlaun HR árið 2018 og var í mörg ár í stjórn Hress. Í frítíma sínum spilar hún tennis, rennir sér á línuskautum og hjólabretti, stundar léttar fjallgöngur og ólympískar lyftingar, spilar á gítar, horfir á spennuseríur og teiknar. Ragna hefur hins vegar ekki áhuga á eldamennsku og fer frekar út að borða sem oftast.