Fréttir eftir árum


Fréttir

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

4.2.2021

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. Alls bárust 19 umsóknir. Hver styrkur eru laun að upphæð 454.000 kr á mánuði í eitt ár, auk allt að 300.000 kr í ferðastyrk. Auk nýrra verkefna sem sjóðurinn styrkir 2021, eru fimm verkefni sem fá framhaldsstyrk að heildarupphæð 28.740.000 kr.

Heildarúthlutun 2021 úr Rannsóknasjóði HR er 86.220.000 kr. Hér má finna upplýsingar um ný verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum 2021