Fréttir eftir árum


Fréttir

Rannsóknasjóður HR úthlutar 8 doktorsnemastyrkjum

22.2.2019

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls átta nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 42.720.000 kr. Alls bárust 20 umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2019. Hver styrkur eru 420.000 kr. á mánuði í allt að eitt ár + 300.000 kr. í ferðastyrk.

Styrkþegar og upplýsingar um rannsókninar

Ármann Gylfason: Dreifni agna í blönduðu varmadrifnu iðustreymi

Upphæð styrks  5.340.000 ISK

Deild: Tækni- og verkfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Ármann Gylfason

Heiti verkefnis: Dreifni agna í blönduðu varmadrifnu iðustreymi

Stutt lýsing á verkefninu:

Markmið verkefnisins er að skoða flutning og dreifni agna og hita þeirra í iðustreymi sem drifið er með varmaburði, eða Rayleigh-Bénard flæði og tengd flæði þar sem iðustreymið er að hluta drifið varmaburði. Við leggjum til tilraunir á hreyfingu og dreifni vökvaagna og tregðuagna, með samtíma mælingum á hitastigi þeirra. Mælingar verða framkvæmdar bæði nærri föstum yfirborðum, þar sem umtalsverður hita og hraðastigull er til staðar, sem og fjarri yfirborðum. Áhersla er lögð á smásæja uppbyggingu slíkra flæða, auk áhrifa strókamyndunar á hreyfingar og dreifni agna í vökvanum. Við framkvæmum tilraunir í rannsóknarstofum í Háskólanum í Reykjavík og CNRS ENS de Lyon. Við beitum háhraða myndtækni og skoðum hreyfingar og hita vökva- og tregðuagna frá Lagrange sjónarhorni, ásamt því að mæla hitauppbygginu og hraðasvið flæðanna. Verkefnið snýst að stórum hluta um að þróa tilraunaaðferð til að mæla samtímis hita og hraða agnanna á ferð þeirra með því að nýta okkur Mie Scatter myndtækniaðferð á fjölliðuagnir sem hafa þann eiginleika að þenjast út við hitun.

Áhersla er lögð á að skoða breitt svið mikilvægra stika og styrkleika flotkrafta, allt frá flæðum sem fyrst og fremst eru drifin af flotkröftum til einsleitra flæða með smávægilegum truflunum vegna flotkrafta. Niðurstöður verkefnisins munu veita okkur skýrari mynd af mörgum flóknumn verkfræðilegum og náttúrulegum flæðum þar sem varmaburður er til staðar, jafnframt því sem við teljum þær auka á grunnskilning okkar á iðustreymi.

Duncan Paul Attard: Tryggja réttleika í dreifðum kerfum

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: Duncan Paul Attard

Leiðbeinandi: Luca Aceto, Anna Ingólfsdóttir og Adrian Francalanza (University of Malta)

Stutt lýsing á verkefninu:

Keyrslutíma -sannprófun er að verða útbreiddari hugbúnaðar sannprófunartækni notuð í tilvikum þar sem líkanið af kerfinu sem er verið að skoða er ekki tiltækt eða óaðfinnanlegt að fá. Aðferðin skynjar kerfið sem svartan kassa og hægt er að nota til staðfestingar eftir dreifingu eða í atburðarásum þar sem kerfisþættir eru hlaðnir á kviklegan hátt. Hins vegar hefur keyrslutíma sannprófun haft alvarlegar takmarkanir í samhengi af því sem hægt er að hafa eftirlit með í keyrslutíma þar sem greining hennar er takmörkuð við núverandi inningarrakning. Við leggjum til að rannsaka nýjar aðferðir til að auka þessi mörk. Einkum teljum við aðferðir sem treysta á afritunar hugbúnað til að auka upplýsingar á keyrslutíma í boði fyrir greiningu: margar rakningar fengnar með athugun inningar á hverju afritunar kerfi eru nýtt til að fá yfirgripsmeiri sýn yfir hegðun kerfisins. Hugbúnaður afritun koma upp náttúrulega í dreifðu umhverfi þar sem kerfi samanstanda yfirleitt af mörgum hlutum, sem gerir þetta tilvalið svæði þar sem tilnefndar rannsóknir okkar geta verið beittar mikið.

Gylfi Þór Guðmundsson: Notagildi frávikgreiningar í loftmyndum flygilda

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemit: NN

Leiðbeinandi: Gylfi Þór Guðmundsson

Heiti verkefnis: Notagildi frávikgreiningar í loftmyndum flygilda

Stutt lýsing á verkefninu:

Notkun a flygildum er þá þegar orðið að blómstrandi iðnaði og er því spáð að sá markaður í Evrópu muni velta umþaðbil 10 miljörðum Evra árið 2035. Sjálfstýrð ómönnuð flygildi (e. UAV) má nota í ýmsum tilgangi en þeirra helsta skynjunartæki eru myndavélar af ýmsu tagi. Það liggur því í augum uppi að þróun á hugbúnaði til myndvinnslu og myndgreininga er afar mikilvægur í því að hámarka notagildi flygildana. Nýjasta tæknin í þeim efnum eru svo kölluð djúpnám (e. deep-learning) aðferðir en þær hafa þó þann akk að vera mjög þúng í keryslua og krefjast því mjög orkurfreks vélbúnaðar. Fyrir flygilding, þar sem all þarf að vera batterí knúið, er það meiriháttar vandamál og því er algengast að myndvinnslan fari framm á jarðbundunum vélbúnaði eftur flug (e. off-line). Það eru þó ýmis kostir við að geta gert myndvinnsluna á flugi (e. on-line), bæði hvað varðar að þróa ný not fyrir tækin svo og að bæta núverandi þjónustur. Það verkefni sem við kynnum hér hefur tvö markmið: 1) Annarsvegar að nota djúpnáms tækni til að þróa frávika greiningu í loftmyndum flygilda og sýna frammá notagidi slíkrar tækni; og 2) Hinsvegar að aðlaga hugbúnaðarlausnina okkar að nýjustu tækni í vélbúnaði smátækja og gera ýtarlega úttekt á möguleika, fýsileika og notagildi slíkrar útfærslu.

Henning Arnór Úlfarsson: Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Henning Arnór Úlfarsson

Heiti verkefnis: Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar

Stutt lýsing á verkefninu:

Við leggjum til áframhaldandi þróun á umhverfi sem getur nýtt sérhæfða þekkingu til þess að uppgötva og sanna fræðisetningar á fjölmörgum sviðum stærðfræðinnar. Fléttufræðileg könnun er tilraunakennd aðferð sem leyfir nákvæma útleiðslu á uppbyggingu stærðfræðilegra fyrirbæra. Þegar manneskja hefur fundið uppbyggingu hlutar eru til ýmsar aðferðir til að reikna út eiginleika hlutarins. Hinsvegar eru skrefin frá upphaflega vandamálinu að uppbyggingunni oft handahófskennd. Það er þetta bil sem við leggjum til að fylla í.

Með aðferðum úr fléttufræði, tölvualgebru og algebrulegri rúmfræði höfum við útfært frumgerð af umhverfinu. Með því að bæta við sérhæfðri þekkingu úr sviði umraðanamynstra við frumgerðina bjuggum við til reiknirit sem hefur uppgötvað nýjar fræðisetningar og enduruppgötvað niðustöður sem spanna fjölmargar greinar í fræðunum.

Við leggjum til að nýta aðferðir úr vélrænu gagnanámi til að bæta frumgerðina, sem og að breyta úttakinu í formlegar sannanir. Við munum leyfa rannsakandanum að hafa áhrif á umgjörðina meðan hún keyrir í gegnum myndrænt umhverfi. Að lokum munum við bæta við aðferðum til að rannsaka ýmsar mismunandi fléttufræðilegar fjölskyldur.

Útkoman úr þessarri tillögur verður þjálfun á ungu vísindafólki og birtingar í tímaritum og ráðstefnum á alþjóðlegum vettvangi. Útfærslurnar á fræðilegu reikniritunum verða gefnar út frítt.

Kamilla Rún Jóhannsdóttir: Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Viðskiptadeild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Heiti verkefnis: Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans

Stutt lýsing á verkefninu:

Skilvirk stjórnun á hugrænu vinnuálagi er mikilvæg við margskonar kringumstæður svo sem við stjórnun flugvéla eða við akstur bifreiða. Ein skilvirkasta leiðin til að fylgjast með hugrænu vinnuálagi er að mæla viðbrögð hjarta- og æðakerfisins við hugrænu áreiti. Skilningur okkar á þeim undirliggjandi taugalífeðlisfræðilegu þáttum sem stjórna viðbrögðum hjartans er hinsvegar takmarkaður og hindrar framfarir í mælanleika hugræns vinnuálags. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á því hvernig viðbrögð við hugrænu vinnuálagi endurspeglast í viðbrögðum hjartans með því að skoða tímaháða eiginleika hjartans, einstaklingsbundinn mismun og heilastarfsemi. Breytileiki merkja frá hjarta- og æðakerfi verður rannsakaður með því að nota tíma- og tíðnisviðs aðferðir og þar með draga úr notkun meðaltala yfir lengri tímabil. Þessar mælingar eru síðan bornar saman við persónuleikaeinkenni. Þessu til viðbótar mun fara fram gagnasöfnun þar sem heilalínuriti er bætt við sem gerir okkur kleift að skilja hið flókna samspil milli heilans og annara sállífeðlislegra þátta við stjórnun á ástandi hjartans. Takmarkið er að draga upp líkan af viðbrögðum hjartans við hugrænu vinnuálagi að teknu tilliti til hlutverks heilans og persónuleikaeinkennum.

Mohammad Adnan Hamdaqa: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Mohammad Adnan Hamdaqa

Heiti verkefnis: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita

Stutt lýsing á verkefninu:

Markmið verkefnisins er að auka traust á bálkakeðju tækni (e. Blockchain technology) með því að fylla í skarðið á milli snjallsamningsforrita og neytenda. Verkefnið miðar að því að auðvelda þróun snjallsamninga með því að setja einfalt forritunarmál ofan á núverandi snjallsamningakerfi. Fyrirhugað forritunarmál er meira abstrakt en núverandi forritunarmál fyrir snjallsamninga (t.d Solidity, Viper eða Serpent). Þetta mun hjálpa forriturum við högun og smíði bálkakeðjuforrita og búa til keyranlega samninga með meðfylgjandi öryggis- og áreiðanleikasönnunum sem munu uppfylla öryggiskröfum neytenda.

Þetta verkefni mun taka líkanadrifna verkfræðinálgun til að þróa líkanamál fyrir verkvang snjallsamninga. Ólíkt öðrum líkanadrifnum þulusmiðum mun þulusmiður okkar geta fléttað öryggissönnun í þuluna (e. Proof carrying code (PCC)) og getur þannig smíðað sönnun um öryggi í vottorði sem bætist við snjallsamningsþuluna og gerir þar með bálkakeðjuverkvanginum kleift að sannreyna snjallsamningsþuluna áður en henni er dreift.

Slawomir Marcin Koziel: Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tækni- og verkfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Slawomir Marcin Koziel

Heiti verkefnis: Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi

Stutt lýsing á verkefninu:

Nákvæmt mat á kerfishegðun er nauðsynlegt við verkfræðilega hönnun. Hönnun á hátíðnikerfum (t.d. loftnet og loftnetaraðir) er vanalega framkvæmd með því að nota rafsegulgreiningarhermun sem er reiknislega kostnaðarsöm þegar um er að ræða raunhæf kerfi. Vegna þessa er krefjandi að nýta þesskonar greiningu í hönnun og líkangerð, sérstaklega þegar um er að ræða endurteknar hermanir eins og í bestun eða tölfræðilegri greiningu. Núverandi aðferðir til að þróa staðgengilslíkön eru takmörkuð varðandi fjölda stika og víddir þeirra. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að þróa reiknilega hagkvæmar aðferðir til að smíða staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi.

Slawomir Marcin Koziel: Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tækni- og verkfræðideild

Doktorsnemi : NN

Leiðbeinandi: Slawomir Marcin Koziel

Heiti verkefnis: Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet

Stutt lýsing á verkefninu:

Markviss samsetning íhluta er lykilatriði við smækkun rafeindatækja. Á stafrænu hliðinni er notuð hálfleiðaratækni. Þegar um er að ræða heildstæðar mötunarrásir fyrir loftnetsfylki á hátíðnienda radar-, samskipta-, leiðsagnar-, RFID og lækningatækja, er tölvustudd hönnun (CAD) og líkanagerð sem byggir á efniseiginleikum og eiginleikum íhluta nauðsynlegur hluti hönnunarferlis. Örfilmuloftnetafylki (e:Microstrip antenna array) eru miklvægur flokkur smágerðra lofneta fyrir lítil tæki sem býður upp á miðun merkis. Mötunarrás loftnetafylkisins stýrir merkinu og má nota hana til að fasa merki og breyta miðun þess. Ekki hafa verið þróaðar kerfisbundnar og skilvirkar hönnunaraðferðir fyrir innbyggðar há-afkasta örfilmu-loftnetskerfi, almennar nútíma loftnetshönnunaraðferðir henta ekki fyrir þessa smágerðu tækni. Þetta verkefni miðar að því að þróa áreiðanlega, almenna og skilvirka sjálfvirka aðferð (frá frumgerð að sannreyningu) til að hanna sambyggð örfilmu-loftnetsfylki ásamt mötunarrás með lítilli hliðargeislun.

Nýtt námskeið fyrir doktorsnema við HR

Háskólinn í Reykjavík hefur hleypt af stokkunum nýju námskeiði fyrir doktorsnema við háskólann. Námskeiðið er tvær annir að lengd og meðal námsefnis er skrif doktorsritgerða, umsóknir í rannsóknasjóði, skrif á ensku og jafnframt siðfræði í rannsóknum, tölfræði og kennslufræði. Leiðbeinendur verða dr. Kristján Kristjánsson, forstöðumaður rannsóknaþjónustu HR og dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisvið viðskiptadeild.