Fréttir eftir árum


Fréttir

Rektor HR fjallar um samspil vísinda og stjórnmála á Norrænum háskóladögum

30.9.2022

Þrjár konur og einn karlmaður sitja fyrir svörum á ráðstefnu fyrir framan áhorfendur. Karlmaður heldur á hljóðnema.Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sótti Norræna háskóladaga 26. og 27. september 2022 í Brussel. Á ráðstefnunni komu saman yfir sextíu rektorar norrænna háskóla ásamt fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB, Evrópska rannsóknarráðinu, Evrópuþinginu, fastafulltrúum og sendinefndum ESB. Ragnhildur sat fyrir svörum á fundi Evrópuþingmanna og ræddi þar fyrst og fremst samspil vísinda og stjórnmála, ásamt því að svara þeim spurningum sem gestirnir höfðu um norræna háskóla.

Yfirskrift ráðstefnunnar var „Norræn framtíðarsýn fyrir evrópska þekkingarsvæðið“, svokallað European Knowledge Area, en þar gáfust tækifæri fyrir stjórnendur norrænna háskóla til að koma á framfæri hugmyndum um hlutverk, áherslur og framtíðarsýn akademíunnar og háskólanna sem og núverandi stöðu þeirra. Jafnframt var fjallað um stefnumótun ESB til framtíðar hvað varðar háskóla og rammaáætlanir á borð við Horizon Europe og Erasmus+.

Á Norrænu háskóladögunum var þung áhersla lögð á alþjóðlegt samstarf háskóla utan Evrópu, alþjóðleg akademísk grunngildi og stefnumótun byggð á vísindum. Rætt var um akademískt frelsi, háskóla í hnattrænni þróun, gæðastarf, vísindalega stefnumótun og framtíðarsýn fyrir evrópskar rannsóknir, nýsköpun og menntun. Lögð var áhersla á það mikilvæga og víða hlutverk sem háskólar og fræðimenn hafa – og verða að gegna – til framtíðar.Þrjár konur og einn karlmaður sitja fyrir svörum á ráðstefnu fyrir framan áhorfendur. Karlmaður heldur á hljóðnema.

Eftir að Norrænu háskóladögunum lauk sendu rektorar norrænu háskólanna frá sér yfirlýsingu með sameiginlegri sýn hópsins á Evrópska þekkingarsvæðið. Þar var einkum fjallað um sex lykilatriði, sem eru eftirfarandi.

  • Lögð verði höfuðáhersla á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla, starfsfólks og stofnana.
  • Áhersla á að efla vísindamiðaða stefnumótun.
  • Að allar áherslur ESB sem varða háskóla, bæði menntun og vísindi, séu í góðu samræmi við áherslur og markmið aðildarríkja og háskóla þeirra.
  • Að áfram sé fjárfest í rannsóknum, kennslu og framúrskarandi nýsköpun.
  • Aukin áhersla á alþjóðlegt samstarf til þess að efla samkeppnishæfni og búa til lausnir á alþjóðlegum áskorunum.
  • Áhersla á opin vísindi og nýsköpun. Norrænir háskólar hafa skuldbundið sig til að varðveita og vernda frelsi til rannsókna og að varðveita rannsóknarumhverfi þar sem niðurstöður eru opnar.

///

Ragnhildur Helgadóttir, President of Reykjavik University, attended the Nordic University Days 2022 on September 26 and 27 in Brussels. The event brought together more than sixty Rectors and Vice-Rectors of Nordic universities, representatives from the European Commission, the European Parliament, and Permanent representations and Missions to the EU. Ragnhildur presided over the answers at the meeting of the European Parliament and discussed the interaction between science and politics, as well as answered the guests‘ questions about Nordic universities.

Ragnhildur met with members of the European Parliament and discussed the interaction between science and politics, as well as answered questions about Nordic universities.