Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Rússibanareið um sögu gervigreindar

8.6.2022

Michael Wooldridge, einn fremsti fræðimaður heims í gervigreind (artificial intelligence; AI) hélt vel sóttan fyrirlestur í síðustu viku í HR. Wooldridge tók áhorfendur í rússíbanareið í gegnum sögu gervigreindar (AI) og lagði áherslu á þau frábæru afrek sem hafa verið hluti þeirrar sögu frá 1950.

Maður stendur í skólastofu með töflu með upplýsingum á í bakgrunni.Wooldridge ræddi muninn á því sem hann kallaði „Hollywood drauma gervigreind“ („Hollywood dream AI“) og „þrönga gervigreind“ („narrow AI“). Í „Hollywood draumnum“ fer gervigreindin fram úr mannlegri greind í mjög fjölbreyttum verkefnum og aðstæðum daglegs líf. Í hinni hversdagslegu en mjög svo áhrifamiklu, „þröngu gervigreind“ sem við búum við í dag er gervigreind á pari við, og fer jafnvel fram úr mannlegri greind í ákveðnum verkefnum, eins og að spila skák eða Go, eða að spá fyrir um í hvaða formi prótein munu falla saman. Þar að auki eru kerfi eins og Google Translate farin að átta sig á þeim draumi mannkyns að hægt sé að þýða sjálfvirkt á milli tveggja tungumála.

Wooldridge lauk ræðu sinni með því að svara djúpri heimspekilegri spurningu; „Munu vélar hugsa og skilja eins og við?“ og svaraði mörgum spurningum áhorfenda á áhugaverðan hátt.

Upptaka af fyrirlestri Michael Wooldridge er aðgengileg neðst í fréttinni. 

---------------------------------

In his well-attended and inspiring talk for a general public held at 4 PM on May 31, Michael Wooldridge took the audience on a roller-coaster ride through the history of artificial intelligence (AI), highlighting the hype, myths and great achievements that have been part of that history since the 1950s.

He discussed the difference between what he called the "Hollywood dream AI" and "narrow AI". In the "Hollywood dream", AI agents exhibit and surpass human-level intelligence in the very broad range of tasks humans carry our in their everyday lives. In the more mundane, but still extremely impressive, "narrow AI" that we have today, artificial systems match and often outperform even the very best humans in specific tasks, such as playing chess or Go, or predicting the form into which proteins will fold. Moreover, systems like Google Translate are starting to realise humanity's dream of automatic translation between any two human languages.

Wooldridge concluded his talk by addressing a deep philosophical question, namely "Will machines think and understand like we do?" and answered many questions from the audience in an engaging Q&A.

Upptaka af fyrirlestri Michael Wooldridge er aðgengileg hér / The recording of Michael Wooldridge's talk is available here.