Fréttir eftir árum


Fréttir

Salsa og vöfflur í Sólinni

28.8.2018

Háskólinn í Reykjavík hélt Alþjóðadag í hádeginu í dag, þriðjudaginn 28. ágúst. Á Alþjóðadeginum er áhersla lögð á að kynna skiptinám, starfsnám, styrki og önnur alþjóðleg tækifæri fyrir nemendum.

Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að erlendir nemendur við HR bjóði upp á rétti frá sínu heimalandi. Það var ekki brugðið út af þeim vana í þetta skiptið og því var hægt að gæða sér á afar fjölbreyttum mat í hádeginu í Sólinni. Einnig voru viðstaddir fulltrúar frá Fulbright stofnuninni, Konfúsíarstofnuninni Norðurljósum, Alliance française, DAAD (sem veitir styrki til náms í Þýskalandi), AIESEC - skiptinemasamtökum og sendiráðum Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Frakklands, Bandaríkjanna og Kanada.

Eftir að hafa smakkað á gómsætum réttum frá öllum heimshornum stóð nemendum til boða að læra nokkur salsaspor undir handleiðslu Nataly sem er nemandi við Iceland School of Energy.

Nemendur gæða sér á mat í SólinniNemendur frá Kólumbíu gefa smakk.

Althjodagur-2Sænskar kræsingar í boði.