Fréttir eftir árum


Fréttir

Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design

18.11.2022

Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design

Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík var þátttakandi í sendinefnd sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiddi til Singapúr í byrjun nóvember. Markmið heimsóknarinnar var að kynnast þeim leiðum sem Singapúr hefur farið undanfarin ár við að efla umhverfi nýsköpunar. Árangur Singapúr á því sviði hefur vakið eftirtekt en uppbyggingin á rætur sínar í öflugu háskólaumhverfi og samvinnu við fremstu háskóla heims.

Sendinefndin, sem samanstóð af hinum ýmsu aðilum úr stjórnsýslunni, háskóla- og nýsköpunarumhverfinu ásamt fulltrúum íslensks viðskiptalífs, heimsótti nokkra háskóla og þeirra á meðal Singapore University of Technology and Design (SUTD).

Að sögn Ágústs á SUTD sér margar hliðstæður við HR varðandi stærð og starfsemi. 

Þessi rúmlega tíu ára gamli tækniháskóli hefur markað sér ákveðna stefnu um þverfaglegt nám þar sem hönnunarhugsun er í fyrirrúmi. Nemendur sem útskrifast þaðan eru meðal eftirsóttustu starfskrafta Singapore. Mjög mikið er lagt í kennslu, enda langflestir nemendur í grunnnámi en að sama skapi er rannsóknavirkni afar mikil og öflug þó að doktorsnámið sé hlutfallslega lítið að nemendafjölda. Samkomulag komst á við SUTD um að koma á skiptinámi og viðræður eru hafnar um samvinnu í framhaldsnámi.

Sendinefndin lagði áherslu á að kynna sér háskóla- og nýsköpunarumhverfið í Singapore. Meðal þess sem þau kynntu sér var National Research Foundation sem hefur yfirumsjón með styrkjum til vísindarannsókna í landinu og kynntust sýn og stefnu þeirra. Þau fengu líka kynningu á samtarfi National University of Singapore (NUS) við ETH í Zürich og Duke University.

Þá hittum við Benedikt Helgason, fyrrum starfsmann verkfræðideildar HR, sem stýrir samstarfi á sviði heilbrigðistækni fyrir hönd ETH og sagði hann frá því verkefni. Við heimsóttum einnig ASTAR sem heldur utan um hagnýtar tækni- og vísindarannsóknir á vegum ríkisins og kynntumst starfsemi þeirra. Einnig heimsóttum við nýsköpunarsetur Singapore Management University sem vinnur að því að þjálfa nemendur í nýsköpun með því að stofna og fjármagna raunveruleg fyrirtæki og Nanyang Technological University

sagði Ágúst og bætti við að sá skóli ætti sér athyglisverða sögu en hann hefur á 20 árum umbreyst frá því að vera kennslustofnun yfir í að verða einn öflugasti rannsóknaháskóli heims. 

Eftir að ferð sendinefndarinnar lauk hélt heimsókn Ágústs við SUTD áfram og kynnti hann þar jarðhitarannsóknir við HR og Iceland School of Energy. 

Singapore hefur áhuga á að nýta jarðhita ásamt öðrum sjálfbærum orkugjöfum enda þarf mikla orku til að knýja þetta mikla iðn- og tæknisamfélag við miðbaug, 

//

Ágúst Valfells, Chair of The Department of Engineering at Reykjavík University, was part of a delegation that Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Minister of Higher Education, Science and Innovation, led to Singapore at the beginning of November. The visit aimed to get to know the ways that Singapore has taken in recent years to promote the environment of innovation. Singapore's success in that field has attracted attention, but the structure is rooted in a robust university environment and cooperation with the world's leading universities.

The delegation, which consisted of various people from the administration, the university, and the innovation environment, together with representatives of Icelandic business, visited several universities, including the Singapore University of Technology and Design (SUTD). An agreement was reached with SUTD to establish an exchange program, and discussions have begun on cooperation in graduate studies.