Fréttir eftir árum


Fréttir

Samrómur kominn með um 1350 raddir

Liður í því að tryggja öryggi íslenskunnar á stafrænum tímum

17.10.2019

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum til að búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum í gær, þann 16. október, á málþinginu Er íslenskan góður „bissness“? Við það tækifæri lögðu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, fyrst allra sínar raddir til söfnunarinnar. Um miðjan dag þann 17. október, eða um sólarhring eftir að söfnunin hófst, er þegar búið að safna 1346 röddum.

Fjórir einstaklingar sitja við borð á málþingiLilja Alfreðsdóttir leggur sitt af mörkum til raddsöfnunarinnar.

Samrómur er liður í því að tryggja öryggi tungumálsins okkar á stafrænum tímum. Eins og segir á vef verkefnisins, samromur.is, er gagnasafnið opið og aðgengilegt gagnasafn radda sem öllum er frjálst að nýta við þróun hugbúnaðar á íslensku. Það samanstendur af setningum og hljóðbrotum af upplestri þeirra setninga ásamt lýsigögnum. Hver færsla í gagnasafninu inniheldur WAV-hljóðbrot og samsvarandi textaskrá.

Máltækni

Innan Háskólans í Reykjavík hefur rannsóknum í máltækni verið vel sinnt undanfarin ár sem hafa m.a. getið af sér talgreini fyrir Alþingi. Rannsóknir fara fram innan verkfræðideildar, tölvunarfræðideildar, og í sumum tilvikum sálfræðideildar,

Samrómur

Hægt er að skrá sig á póstlista til þess að fá tilkynningu þegar gagnasafnið verður gert aðgengilegt. Að Samrómi standa Almannarómur, Deloitte, Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarsjóður námsmanna.

Samromur