Fréttir eftir árum


Fréttir

Samstarf nemenda þvert á deildir skapi skilvirka og áhrifaríka lausn

Verkefnið Ploggin snýr að því að þróa vinnustofur sem haldnar þar nemendur geta hist þvert á deildir og þróað saman hugmyndir er snúa að samfélagslegum vandamálum

19.1.2023

Ploggin-undirskrift

Lára Margrét H. Hólmfríðardóttir, Benedikt Hólm, Ioana Duta-Visescu, Guolin Fang, Luca Aceto deildarforseti  tölvunarfræðideildar og Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, við undirritunina.

Verkefnið Ploggin er nú formlega hafið en doktors- og meistaranámsnemar standa að verkefninu og hafa gert samning við HR um styrk fyrir verkefninu. Það snýr að því að þróa vinnustofur sem haldnar verða á eins til tveggja vikna fresti og þar geta nemendur hist þvert á deildir og þróað saman hugmyndir er snúa að samfélagslegum vandamálum. Hugmyndin er að vinnustofurnar verði einnig opnar aðilum utan HR.

Það eru þau Guolin Fang, Benedikt Hólm, Ioana Visescu, Lára Margrét Hólmfríðardóttir og Eva Ósk Gunnarsdóttir sem standa að verkefninu en grunnur þess er rafrænn kortavefur, Ploggin. Þau vonast til að með þverfaglegu samstarfi muni þróun og rannsóknir skapa skilvirka og áhrifaríka lausn í formi samfélagslegrar kortasíðu sem hönnuð er af samfélaginu. Því verður lögð áhersla á að skapa vinnuumhverfi fyrir bæði nemendur og áhugasama til þess að takast á við þessa krefjandi áskorun.

Ploggin er opin samfélagsleg kortasíða sem hefur það markmið að styðja, snjallvæða og upplýsa samfélög til þess að sporna gegn áhrifum mengunar og sóun í nærumhverfi okkar til þess að mæta heimsmarkmiði sameinuðu þjóðanna. Dæmi um notkun samfélagslegra kortasíða er t.d. kortavefur sem var þróaður til að hjálpa plokkurum á Íslandi að fá betri yfirsýn yfir svæði sem búið var að hreinsa. Á stóra plokkdeginum 2022 voru 5 ferkílómetrar hreinsaðir, sem er sambærilegt við flatarmál 706 fótboltavalla. Ploggin tók þátt í Snjallræði, sem er samfélagslegur hraðall á vegum Klak, en þar var vettvangurinn mótaður með aðstoð frá m.a. MIT DesignX.

///

Doctoral and master's students have signed an agreement with RU for funding for the Ploggin project. The project evolves around developing workshops for students to meet across departments and work on developing ideas related to current societal problems. The project is based on a communal website aimed atr countering the effects of pollution and waste in our local environment in order to meet the United Nations' global goals.