Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirtæki í upplýsingatækni koma að kennslu í viðskiptafræði 

31.8.2016

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Advania, Microsoft Ísland og Selika ehf. gerðu nýlega með sér samstarfssamning um kennslu í upplýsingatækni.

Það verður sífellt mikilvægara að auka innsýn nemenda í notkun upplýsingatækni í atvinnulífinu. Með samningnum verður til vettvangur til að kynna enn betur fyrir nemendum í grunnnámi í viðskiptafræði við HR þau upplýsingakerfi sem notuð eru í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur munu jafnframt kynnast áskorunum og möguleikum til þróunar sem þeim tengjast. 

Á grundvelli samningsins munu fyrirtækin koma að kennslu í sérstökum námskeiðum á þessu sviði. 

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík og fyrirtækja standa við há borð í Sólinni

Skrifað var undir samstarfssamninginn mánudaginn 29. ágúst s.l. í Háskólanum í Reykjavík. Á myndinni eru: Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Hinrik Jósafat Atlason, eigandi Selika ehf. og stjórnunarráðgjafi, Ægir Þórisson, forstjóri Advania, Páll Melsted Ríkharðsson, forseti viðskiptadeildar HR, Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft Ísland, Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við HR og Hinrik Sigurður Jóhannesson, mannauðsstjóri Advania.