Fréttir eftir árum


Fréttir

Bók eftir vísindamenn við tækni- og verkfræðideild komin út

4.2.2015

Nýlega var gefin út bók eftir þá Leif Leifsson and Slawomir Koziel, fræðimenn við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, og heitir hún Simulation-Driven Aerodynamic Design Using Variable-Fidelity Models.
 
Hermun er mikilvægt tól í hönnunarferlinu innan margra verkfræðigreina, þar á meðal í flugvélaverkfræði. En þó að töluleg líkön séu rétt getur hermun verið kostnaðarsöm þegar reiknað er með tímunum sem liggja að baki en það geta verið klukkustundir, dagar eða jafnvel vikur. Hönnun sem byggir á hermun með hefbundnum aðferðum getur því verið ómöguleg. Í bókinni eftir þá Leif og Slawomir er annar möguleiki skoðaður, að nota tölvunarfræðileg gögn og staðgengil en sú aðferð er mun ódýrari í framkvæmd.
 
Bókin er nauðsynleg öllum þeim sem fást við rannsóknir í aflfræði, flugvélaverkfræði, bestun aðferða og hönnun sem byggir á hermun.
 
Hér má lesa meira um hana:
http://www.worldscientific.com/worldscibooks/10.1142/p987