Fréttir eftir árum


Fréttir

Hvað þarf marga lítra af vatni til að framleiða einn bolla af kaffi?

5.3.2020

Hvernig geta efnahagskerfi heimsins mætt sjálfbærri þróun og hvernig drífa stöðug skilaboð um aukna neyslu áfram hagkerfin? Er neysla fólks í samræmi við burðargetu jarðar og hvaða áhrif hafa atriði eins og lífstíll og tíska á þetta jafnvægi? 

Þetta eru dæmi um þær spurningar sem nemendur í verkfræði þurfa að velta vel fyrir sér en námskeiðið Sjálfbærni er orðið skyldufag fyrir verkfræðinema í HR, sama á hvaða brautum þeir eru. 

Í námskeiðinu er sjálfbær hugsun kynnt fyrir nemendum og til umfjöllunar eru til dæmis loftlagsáhrif, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hringrásarhagkerfi. Nemendur kenntu verkefni sín í Sólinní dag. Tveir nemendur í rekstrarverkfræði, Arndís Einarsdóttir og Andri Sveinn Ingólfsson, voru meðal þeirra, en verkefni þeirra snerist um vatnsnotkun við framleiðslu á matvöru.

SjalfbaerniArndís Einarsdóttir og Andri Sveinn Ingólfsson, verkfræðinemar við HR. 

„Við fengum líka gestafyrirlesara frá Umhverfisstofnun og fyrirtækjunum Circular Solutions og Pure North. Við fórum í heimsóknir til Sorpu, í Vínbúðina, Landsbankann og Landsvirkjun og kynntum okkur hvað þessi fyrirtæki eru að gera þegar kemur að sjálfbærni,“ segir Andri Sveinn. „Já, og á janúarráðstefnu Festu í Hörpunni,“ bætir Arndís við.

Hóparnir völdu það umfjöllunarefni sem þeim fannst hvað áhugaverðast í áfanganum. „Okkar hópur fjallaði um hvað hversu mikið vatn þarf til að framleiða ákveðin matvæli og hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum þessi framleiðsla hleypir út í andrúmsloftið.“ 

Sem dæmi má nefna að það þarf um 70 lítra af vatni til að framleiða eitt epli, um 50 lítra eina appelsínu og hvorki meira né minna en 140 lítra til að framleiða einn kaffibolla samkvæmt gögnum frá Umhverfisstofnun.