Fréttir eftir árum


Fréttir

Skiptinám er góð leið til að læra á lífið

Ágúst Örn Eiðsson, tölvunarfræðinemi við HR mælir heilshugar með skiptinámi til að kynnast öðru námsumhverfi og samfélagi og um leið til að læra á lífið.

17.8.2022

Þú munt líta aftur á þennan tíma og hugsa hvað þetta var frábær hugmynd hjá þér að ákveða að fara í skiptinám

Maður í bleikum bol stendur á gangi í byggingu með krosslagðar hendur. Í bakgrunni er brú á milli ganga byggingarinnar.

„Þú munt líta aftur á þennan tíma og hugsa hvað þetta var frábær hugmynd hjá þér að ákveða að fara í skiptinám,“ segir Ágúst Örn Eiðsson, tölvunarfræðinemi við HR, sem nú stundar skiptinám við TUM eða Technical University of Munich í Þýskalandi. Ágúst Örn mælir heilshugar með skiptinámi til að kynnast öðru námsumhverfi og samfélagi og um leið til að læra á lífið.

Nemendur HR eru hvattir til þess að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í háskólanámi. Hægt er að fara í skiptinám og starfsnám erlendis á Erasmus styrkjum og í sumarskóla á Norðurlöndunum á Nordplus styrkjum.

Opið er fyrir umsóknir um skiptinám er frá 1. til 20. september.

Allar frekari upplýsingar hjá Alþjóðaskrifstofu.

 

///

Ágúst Örn Eiðsson, a computer science student at Reykjavik University, is currently doing an exchange program at the Technical University of Munich in Germany. He wholeheartedly recommends exchange studies to get to know a different learning environment and society while learning about life.

RU students are encouraged to take advantage of the international opportunities offered by the university. It is possible to go on exchange studies and internships abroad with Erasmus grants and summer schools in the Nordic countries with Nordplus grants.

Applications for exchange studies are open from September 1st to 20th.

All further information is at the International Office.