Fréttir eftir árum


Fréttir

Skipulag kennslu í haust

13.8.2020

Það er kennurum og öllu starfsfólki Háskólans í Reykjavík ávallt mikið tilhlökkunarefni að taka á móti nemendum og hefja nýtt skólaár. Haustið í haust er þar engin undantekning.


Fyrir nýnema: Mikilvægt að skoða Canvas

Mjög mikilvægt er að nemendur kynni sér hvar og hvenær þeir eigi að mæta í næstu viku. Upplýsingar fyrir einstök námskeið er að finna inni á kennslukerfinu Canvas og í tölvupóstum.


Það er skýr stefna HR að áhrif yfirstandandi Covid-faraldurs verði sem allra minnst á nám og kennslu og að nemendur geti notið þjónustu í HR á sem eðlilegastan hátt. Háskólinn mun þó fara í einu og öllu eftir fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir.

Unnið hefur verið að skipulagi kennslu og annars skólastarfs með mögulegar takmarkanir vegna sóttvarna í huga og verður skólastarfi hagað á eftirfarandi hátt í haust:

  • Hefðbundnar stundaskrár verða kjarni skipulagsins í haust.
  • Meðan takmarkanir eru í gildi, þá geta ekki allir nemendur mætt á sama tíma.
  • Allir fyrirlestrar verða sendir út í streymi eða teknir upp og gerðir aðgengilegir á netinu.
  • Fyrirkomulag kennslu getur verið mismunandi milli námskeiða.

Mjög mikilvægt er að nemendur kynni sér hvar og hvenær þeir eigi að mæta í næstu viku. Upplýsingar fyrir einstök námskeið er að finna inni á kennslukerfinu Canvas og í tölvupóstum.

Eins metra reglan fyrir háskóla

Lengi vel stefndi í að skólaárið hæfist með 2ja metra fjarlægðartakmörkunum, en í gær tilkynntu yfirvöld að veitt verði undanþága fyrir skólastarf þannig að einungis er krafist eins metra fjarlægðar milli einstaklinga. Þessi jákvæða þróun hefur mjög mikla þýðingu fyrir háskólastarfið og veitir HR aukið svigrúm til að hafa fleiri nemendur í húsi á hverjum tíma.

Ítrekað skal að nemendur eiga að geta stundað námið án þess að þurfa að mæta í fjölmenni, og eiga að hafa aðgengi að öllum fyrirlestrum í streymi eða á netinu. Nemendur sem þurfa að stunda nám sitt að öllu leyti að heiman vegna Covid er bent á að hafa samband við skrifstofu sinnar deildar.

Öll þjónusta aðgengileg

Öll almenn þjónusta innan HR verður opin og aðgengileg, en þó með þeim takmörkunum sem þarf til að uppfylla eins metra regluna og reglur um hámarksfjölda í rými. Nemendur eru hvattir til að nýta stafrænar leiðir þar sem það hentar, en ekki hika við að leita eftir þjónustu og aðstoð eins og þeir þurfa.

Mikilvægt að skoða Canvas

Mjög mikilvægt er að nemendur kynni sér hvar og hvenær þeir eigi að mæta í næstu viku. Upplýsingar fyrir einstök námskeið er að finna inni á kennslukerfinu Canvas og í tölvupóstum.

Nemendur standa við tússtöflu