Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Skoða hlutverk samfélagsmiðla í upplýsingagjöf varðandi COVID-19

14.4.2020

HR tekur þátt í viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn sem snýr að viðhorfum og hegðun fólks í garð COVID-19 og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að nálgast upplýsingar um vírusinn.

Lögð er fyrir könnun á netinu sem hægt er að nálgast á 26 tungumálum, þar á meðal íslensku. Svarendur könnunarinnar eru spurðir út í vitneskju þeirra um COVID-19, leiðir til að hefta útbreiðslu veirunnar og hvaða áhrif hún muni hafa á samfélagið, til dæmis. Einnig er spurt út í reynsluna af því að vinna heima, hvernig skyldum heimilisins er skipt niður og viðhorf til sjálfboðaliðastarfa þegar heimsfaraldur geisar.

Ewa-L-Carlson_1586863454228

Hvaða upplýsingaveitur eru trúverðugar?

„Það eru sífellt fleiri að taka þátt,“ segir Ewa Lazarczyk Carlson, lektor við viðskiptadeild HR sem vinnur að rannsókninni. „Við gáfum könnunina út 25. mars og höfum nú þegar safnað saman um 8000 svörum hvaðanæva að úr heiminum. Þessi faraldur er áskorun fyrir öll lönd ekki síst vegna þess mikla streymis upplýsinga sem kemur frá samfélagsmiðlum og við viljum sjá hvaða upplýsingaveitur eru trúverðugar í hverju landi.“

Alþjóðlegt verkefni

Hugmyndina að þessari rannsókn má rekja til Tækniháskólans í Varsjá (Wrocław University of Science and Technology) en aðrir háskólar sem taka þátt, auk HR eru: 

  • Federal University of Juiz de Fora í Brasilíu
  • Chengdu University of Information Technology í Kína
  • Aarhus University í Danmörku
  • University of Applied Sciences Zittau Görlitz í Þýskalandi
  • Muhammadiyah University of Malang í Indónesíu
  • Setúbal Polytechnic Institute í Portúgal
  • Kaliningrad State Technical University í Rússlandi
  • Nuh Naci Yazgan University Í Tyrklandi