Fréttir eftir árum


Fréttir

Skráning hafin í Boxið

13.10.2014

Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna verður haldin í Háskólanum í Reykjavík þann 8. nóvember. Allir framhaldsskólar landsins geta sent lið í keppnina og skal hvert lið skipað fimm einstaklingum úr viðkomandi skóla.

Fyrst taka liðin þátt í forkeppni sem haldin er 28. október. Síðan komast átta lið í lokakeppnina. RÚV verður á staðnum og tekur keppnina upp og sýnir þátt um hana síðar í vetur.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið boxid@ru.is. Einungis skólastjórnendur mega skrá lið til keppni.

Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki.

Samtök iðnaðarins veita liðum framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins ferðastyrk.

BoxiðÞað var Kvennaskólinn í Reykjavík sem sigraði í Boxinu árið 2013.

Lesa um Boxið

Boxið á facebook