Skyggnst inn í framtíð atvinnu og menntamála
Málþing á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
Skyggnst var inn í framtíð atvinnu- og menntamála á málþingi á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík hinn 30. mars. Þingið er liður í samstarfsverkefni HR og National School of Political Science and Public Administration í Búkarest í Ungverjalandi. Verkefninu er ætlað að undirbúa nemendur til að takast á við framtíð, sem sumpartinn er óræð.
Fyrirlesarar sátu fyrir svörum að loknum erindum og lauk málþinginu með líflegum umræðum.
Á málþinginu voru kynntar tvær nýlegar skýrslur, sem unnar voru af samstarfshópi háskólanna, um framtíðarhorfur á vinnumarkaði og starfsskilyrði rannsakenda í löndunum tveimur. Höfundar skýrslnanna eru Adriana Grigorescu, Ana Zamfir og Hallur Þór Sigurðarson.
Jafnframt ræddi Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, framtíðaráherslur og stefnu skólans. Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins og Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir frá VR stéttarfélagi fjölluðu um þróun og áherslur á íslenskum vinnumarkaði á næstu árum. Katrín Ólafsdóttir, dósent við HR, ræddi rannsóknir sínar á þróun verktöku og stöðu einyrkja á vinnumarkaði. Málþinginu lauk með líflegum umræðum.