Fréttir eftir árum


Fréttir

Skýrsla um akademískan styrk HR birt

Birtingar á ritrýndum vettvangi og styrkir úr rannsóknasjóðum

29.4.2021

Ný skýrsla um akademískan styrk HR hefur verið gefin út. Skýrslan er yfirlit yfir birtingar akademískra starfsmanna HR sem eru með rannsóknarskyldu og taka þátt í rannsóknarmati skólans. Eingöngu er um að ræða birtingar á ritrýndum vettvangi (e. peer-reviewed outlets) og birtingar í nafni skólans (e. RU-affiliated). Í skýrslunni er einnig yfirlit yfir öflun styrkja til rannsókna skólans úr samkeppnissjóðum. 

Í skýrslunni eru tveir viðaukar. Sá fyrri er samantekt á birtingum allra deilda skólans á ritrýndum vettvangi og sá seinni er listi yfir styrki, sem akademískir starfsmenn skólans hafa fengið úr íslenskum rannsóknasjóðum á árunum 2012-2020. Sjá skýrsluna í heild sinni.