Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Slawomir Koziel kjörfélagi hjá IEEE

1.12.2021

Dr. Slawomir Koziel, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn kjörfélagi í verkfræðisamtökunum IEEE (Institute of Electrical and Electronics Engineers) fyrir framlag sitt til líkanagerðar og bestunar á örbylgjutækjum. Þetta er mikil viðurkenning á rannsóknum Slawomir og áhrifum þeirra, enda eru innan við 0,1% félagsmanna valdir kjörfélagar á hverju ári.

Dr. Slawomir í hljóðlausa herberginu

Slawomir Koziel lauk MSc og PhD gráðum í rafeindaverkfræði frá Tækniháskólanum í Gdańsk, Póllandi, 1995 og 2000, MSc gráðum í fræðilegri eðlisfræði og stærðfræði, árin 2000 og 2002, og PhD gráðu í stærðfræði frá háskólanum í Gdańsk, Póllandi, árið 2003. Rannsóknir hans hafa meðal annars snúist um CAD og líkanagerð á sviði örbylgjurása og örbylgjuloftneta, hermunardrifna hönnun, bestunarfræði, rafrásir, hliðræna merkjavinnslu, erfðaalgrím og tölulega greiningu.

IEEE eru áhrifamestu samtök heims á sviði rafmagnsverkfræði með yfir 400.000 félagsmenn í meira en 160 löndum. Markmið samtakanna er að stuðla að þróun á tækni sem bætir líf manna um allan heim. Samtökin standa fyrir útgáfu á vísindatímaritum, ráðstefnuhaldi, staðlagerð og fleiru.

Meira um rannsóknir Slawomir

Vísindagreinar Slawomir