Fréttir eftir árum


Fréttir

Starfsfólk og nemendur HR gáfu raddsýni og botnuðu vísur

18.11.2019

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík og nemendur tóku þátt í dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu síðastliðinn föstudag. Það var Háskólagrunnur HR sem stóð fyrir dagskránni en það er eina deild HR sem kennir íslensku.

Dagur-islenskrar-tungu-1-Starfsfólk og nemendur gáfu raddsýni á samromur.is, en þar fer nú fram söfnun raddsýna fyrir máltækniáætlun.

Nemendur Háskólagrunns létu sitt ekki eftir liggja í söfnuninni og fengu að launum kaffi, flatbrauð og kleinur að íslenskum sið.

Í hádeginu bauð Háskólagrunnur svo upp á dagskrá þar sem úrslit úr hagyrðingakeppni meðal starfsfólks og nemenda HR voru kynnt, auk þess sem kennarar fluttu fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson og lásu upp ljóð. Mjög mikil þátttaka var í keppninni og greinilegt að hagyrðingar leynast víða innan veggja háskólans.

Hópur fólks stendur með viðurkenningarNemendur og kennarar hlutu verðlaun fyrir seinni parta í hagyrðingakeppni Háskólagrunns.