Fréttir eftir árum


Fréttir

Starfsfólk og nemendur tóku á móti nýnemum

16.8.2017

Um 1500 nýir nemendur, þar af um 140 erlendir nemendur, hófu nám við Háskólann í Reykjavík í dag, þann 16. júní. Skólinn var settur í gær og þá var jafnframt haldinn árlegur nýnemadagur. Á nýnemadegi er tekið á móti nýjum nemendum og ýmis atriði kynnt varðandi námið og þjónustu sem nemendum stendur til boða.

Fleiri sækja nám

Um 1340 nýnemar hófu nám við HR í haust, sem er um 7% fjölgun frá síðasta skólaári. 908 nemar hefja grunnnám, 283 meistaranám og 152 frumgreinanám.

Mesta fjölgun nýnema er í lagadeild þar sem nýnemum í grunnnámi og meistaranámi í lögfræði fjölgar um þriðjung á milli ára. Flestir nýnemar hófu nám í tækni- og verkfræðideild og þar er fjölgun nýnema sérstaklega áberandi í grunnnámi í heilbrigðisverkfræði og í íþróttafræði. Um 40 erlendir meistaranemar stunda nám við HR á þessu skólaári, flestir í Íslenska orkuháskólanum. Alls stunda um 3600 nemendur nám við HR á yfirstandandi skólaári, í viðskiptadeild, lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og frumgreinadeild.

Nemendur í stúdentafélaginu leiða hóp af nýjum nemendum um ganga skólansFulltrúar Stúdentafélags HR tóku á móti nýnemum sem svo hlýddu á kynningar hjá starfsfólki bókasafns, náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu, kennslusviði, upplýsingatæknisviði og þjónustuborði.

Nokkrir nemendur sitja við borð í Sólinni og tala samanAri Kristinn Jónsson, rektor, setti skólann í hádeginu og hófst kennslan í dag, miðvikudaginn 16. ágúst.

Myndin sýnir Ara Kristinn Jónsson, rektor, halda ræðu