Fréttir eftir árum


Fréttir

Stelpur og tækni í HR

29.4.2015

Um hundrað stelpum úr 9. bekk nokkurra grunnskóla var boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki í tilefni „Girls in ICT Day“. Markmiðið er að kynna fyrir stelpunum og vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Ský og Samtök iðnaðarins en verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.

„Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu þann í apríl á hverju ári og er styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. Þetta er í annað skiptið sem Ísland tekur þátt í þessum alþjóðlega degi.

Stelpurnar fengu að velja sjálfar vinnusmiðju eftir áhugasviði. Skólarnir sem tóku þátt í ár eru Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Ölduselsskóli og Árbæjarskóli.

Stelpur og tækni

Vinnusmiðjur voru haldnar í HR í umsjá Skema, /sys/tra, tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar HR og voru viðfangsefnin t.d. á sviði vefsíðugerðar og forritunar. 

Tæknifyrirtækin Meniga, Tempo, Betware og Mentor voru  heimsótt en þar fengu stelpurnar innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast að loknu tækninámi.

Stelpur og tækniSjá myndir frá deginum á Facebook