Fréttir eftir árum


Fréttir

Stelpur vilja bara forrita

17.11.2017

Í síðustu viku var haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík þar sem stelpur prófuðu sig áfram í forritun undir leiðsögn kennara og nemenda HR. Þessi vinnustofa var liður í verkefni sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í sem miðar að því að auka aðsókn ungra kvenna í framhaldsskólum í upplýsingatækninám.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Nord University í Noregi og Háskólann í Álaborg í Danmörku og heitir „Girls just wanna have fundamental IT-skills - The recruitment of female students to programming, games and creative IT studies at University level“.

IMG_0765_1511172560590

Í vinnustofunni spreyttu stelpurnar sig á hugbúnaðinum Sonic Pi, þar sem þær lærðu forritun um leið og þær bjuggu til tónlist. Hugbúnaðurinn er endurgjaldslaus og því getur hver sem er prófað hann. Þær nutu góðs af dyggri leiðsögn fulltrúa /sys/tra, félags nemenda tölvunarfræðideildar HR um aukna þátttöku kvenna í upplýsingatækni.

Lesa meira: