Fréttir eftir árum


Fréttir

Stórkostlegir möguleikar til kennslu með hjálp gervigreindar

ChatLearn er verkefni sem fékk nýverið Erasmus+ styrk en HR er þar í leiðandi hlutverki.

9.6.2022

Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor og Helgi Þór Ingason, prófessor í verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, fengu nýverið Erasmus+ styrk við þróun gervigreindar (Artificial Intelligence; AI) til að kenna verkefnastjórnun.

Hópur fólks sem ýmist standa, sitja eða krjúpa fyrir framan ljósaskilti með merki University of Oulo.

Þessi þróun býður svo upp á stórkostlega möguleika til kennslu og þjálfunar og tengist meðal annars raunvísindum, málvísindum og félagsvísindum. HR hefur þarna fengið leiðandi hlutverk á alveg nýju sviði,

segir Þórður Víkingur.

Verkefnið sem kallast ChatLearn er unnið í samstarfi við Finna, Austurríkismenn og Ítali og miðar að því að styðja við verkefnastjórnunarkennslu og stafrænt nám með því að nota svokölluð spjallmenni (chatbots). Spjallmenni eru mikið notuð nú á dögum, til dæmis í stafrænni þjónustu við viðskiptavini en verkefnið snýst um að nota þau einnig til að gera nám og kennslu einstaklingsmiðaðra. Þau munu líka geta veitt kennurum aðgang að opnum gagnabanka og betri sýnileika á framvindu nemenda og námsárangur.

Aðkoma Þórðar Víkings og Helga að verkefninu er m.a. að greina þarfir og kröfur, útfæra efni til kennslu, tengja saman atvinnulíf, hákskólaumhverfið og nemendur og svo að innleiða þessa nýju kennsluhætti. Þá má geta þess að Þórður Víkingur og Helgi Þór hafa nýverið birt tvær vísindagreinar þar sem varpað er ljósi á þau þekkingarsvið (knowledge areas) innan verkefnastjórnunar sem ætla má að henti best fyrir gervigreind.
ChatLearn verkefnið er miðað að fullorðnum nemendum í háskólanámi eða símenntun auk fagfólks sem kennir þeim. Þrátt fyrir að nám í verkefnastjórnun sé viðfangsefnið núna, er langtímamarkmiðið að þróa spjallmenni sem nýtir sér gervigreind, sýndarveruleika (Virtual Reality) eða aukinn-veruleika (Augmented Reality) fyrir allt nám.

Hópurinn sem kemur að verkefninu saman stendur af vísindamönnum frá Háskólanum í Oulu, Wirtschaftsuniversität Wien, Politecnico di Milano og Háskólanum í Reykjavík og meðal samstarfsaðila eru IBM Finland Oy, International Project Management Association IPMA, Vienna University Children's Office frá Austurríki, SORPA bs frá Íslandi og Wise Up Engineering frá Ítalíu. Helgi Þór og Þórður Víkingur fengu um tíu milljónir í styrk frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins en styrkurinn sem verkefnið hlaut er um 45 milljónir íslenskra króna.
-----------------------------------
Þórður Víkingur Friðgeirsson, assistant professor, and Helgi Þór Ingason, professor in the Department of Engineering at Reykjavík University, recently received an Erasmus+ grant for a project developing personalized project management learning with chatbots.

Personalized Project Management Learning with Chatbots (ChatLearn) -project aims to support project management teaching and personalized digital learning through using chatbots.

This development offers great opportunities for teaching and training and is related to, among other things, natural sciences, linguistics and social sciences. RU has been given a leading role in a completely new field,

says Þórður Víkingur. 
Chatbots are widely used nowadays for example in customer service as part of digital services. They can also be used in supporting learning and teaching by providing the students time- and place-independent personalized learning paths and contents as well as feedback on learning, and by providing the teachers and learning providers access to an open resource material bank and a better visibility to students' progress and learning results.

Þórður Víkingur and Helgi's involvement in the project is i.a. to identify needs and requirements, implement materials for teaching, connect the industry, the university environment and students and then implement these new teaching methods. It is also worth mentioning that Þórður Víkingur and Helgi Þór have recently published two scientific articles which shed light on the areas of knowledge within project management that can be considered most suitable for artificial intelligence.

The primary target group of the ChatLearn project are adult learners in higher education or lifelong learners, as well as professionals teaching them. Although the current project concentrates on project management as a topic area, the long-term aim is to develop a content-independent chatbot solution that can also utilize artificial intelligence, virtual reality or augmented reality elements.

The research consortium consisting of University of Oulu, Wirtschaftsuniversität Wien, Politecnico di Milano and Reykjavik University has been granted 308.000 eur EU funding from Erasmus+ program during 2022-2024. In addition, each research organization is contributing with their own co-funding. Associate partners in the project include IBM Finland Oy, International Project Management Association IPMA, Vienna University Children's Office from Austria, SORPA bs from Iceland, and Wise Up Engineering from Italy.