Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirtæki kynntu hugmyndir að rannsóknum fyrir meistaranema HR

18.5.2018

Spennandi rannsóknarverkefni sem tengjast stafrænni markaðssetningu, raddstýringu á íslensku, fjármálatækni, gagnagnótt (Big data), hermun, aukinni notkun raforku og endurvinnslu búnaðar í sjávarútvegi, eru meðal hugmynda að rannsóknum sem voru kynntar á fjölmennum kynningarfundi í HR 8. maí sl.

Nemendur og leiðbeinendur allra deilda Háskólans í Reykjavík hafa frest til 29. maí næstkomandi til að sækja um styrkt rannsóknarverkefni. Samráðshópar á vegum HR og samstarfsaðila fara yfir umsóknir og verður tilkynnt um niðurstöður úthlutana í byrjun júní.

HR hefur gert samstarfssamninga um rannsóknir við nokkur af framsæknustu fyrirtækjum landsins: Eimskip, Isavia, Marel, Síminn, Icelandair og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar fyrirtækjanna yfir sínar hugmyndir að rannsóknarverkefnum en leiðbeinendum innan HR er einnig er frjálst að senda inn eigin tillögur sem tengjast starfsemi fyrirtækjanna.

Styrkt-rannsoknarverkefniFrekari upplýsingar

Kynningarnar og umsóknargögn má finna hér: https://www.ru.is/atvinnulif/styrkt-rannsoknarverkefni/

Nánari upplýsingar veitir Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnafulltrúi atvinnulífstengsla (margretth@ru.is).