Starfsmenn iðn- og tæknifræðideildar hljóta styrki til mannvirkjarannsókna
Úthlutað úr Aski-mannvirkjarannsóknasjóði í fyrsta sinn
Þrír starfsmenn iðn- og tæknifræðideildar hafa hlotið styrk úr Aski-mannvirkjarannsóknasjóði. Er þetta í fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Styrki hlutu þeir:
- Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent við ITD fyrir verkefnið: Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum.
Eyþór er einnig meðumsækjandi í verkefninu: Rakaskemmdir og slagregn á höfðuborgarsvæðinu.
- Ólafur Haralds Wallevik, prófessor við ITD, og Gísli Guðmundsson verkefnastjóri við ITD, fyrir verkefnið: Bætt vistvæn steinsteypa með minna sementi og verkefnið Hámörkun steinefna til að lækka kolefnisfótspor venjulegrar og vistvænni steypu.
Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar.
Er þetta í fyrsta sinn sem styrkjum er veitt úr sjóðnum en alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar. Styrkinir voru veittir við hátíðlega athöfn í Veröld-húsi Vigdísar en á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að styrkirnir séu veittir til að auka þekkingu, efla nýsköpun og mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.
Ítarlegri frétt um úthlutunina má finna á vefsíðu HMS