Fréttir eftir árum


Fréttir

Sumarháskóli Skema hafinn

12.6.2017

Fjögurra til sextán ára krakkar geta sótt fjölbreytt og skapandi tækninámskeið í sumarháskóla Skema í HR. Námskeiðin byggja á aðferðafræði Skema þar sem sálfræði, kennslufræði og tækni er blandað saman.

Sem dæmi um námskeið má nefna þrívíddarhönnun, sögu tölvuleikjagerðar, þrívíddarprentun, sérstakt tæknistelpunámskeið og forritun. Hægt verður að stunda námskeið, sem yfirleitt eru ein vika að lengd, til 11. ágúst.

Sumarhaskoli_Skema_2Skráning á námskeið

Skema hefur staðið fyrir skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga undanfarin ár og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þá hefur Skema, í samstarfi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, rannsakað þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna. Háskólinn í Reykjavík tók við verkefnum Skema síðastliðið vor en háskólinn stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema.

Dagskrá Sumarháskólans